Gunnar Björnsson. Mynd: Ómar Óskarsson

Hve gamall/gömul lærðir þú mannganginn?

Tíu ára í kringum einvígi Spassky og Hort. Svo takk Einar Ess! 

Þín helsta fyrirmynd í skák?

Hrafn Loftsson sem kenndi mér að tefla drekann með því að tefla hann ávallt á móti mér þegar ég heimsótti þá bræður, Hrafn og Arnald, í Mávahlíðina. Síðar fékk ég mikið dálæti á Mikhail Tal og Paul Morphy.

Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir Ólympíumótið nú?

Allskonar, allskyns. Ég er meðal annars í samskiptum við mótshaldara og í fjáröflun fyrir  þátttöku Íslands. 

Hver er að þínu mati frægasti Georgíumaður fyrr og síðar?

Það hlýtur að vera Jósef Stalín. 

Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?

Fimm sinnum. 2004 sem liðsstjóri í opnum, 2010 sem liðsstjóri í kvennaflokki. Síðan 2010 hef á verið fulltrúi Íslands á FIDE-þingum. 

Verður Liverpool loks enskur meistari næsta vor?

Já! Hlakka til sigurveislunnar í vor!

Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu?

Það er freistandi að spá heimamönnum sigri í kvennaflokki. Bandaríkjamenn verða að teljast sigurstranglegir í opnum flokki. Ekki amalegt að hafa einn heitasta skákmann heim, Sam Shankland, á fjórða borði. 

Uppáhalds sjónvarpsþáttur?

Horfi mest á fréttir og enska boltann og þá helst Liverpool-leiki. Dett stundum í framhaldsþætti með pólítísku ívafi og gæti ég nefnt The Crown, House Of Cards og Designated Survivor sem allt eru frábærir þættir. 

Minnistæðasta augnablik á Ólympíuskákmóti

Fyrir FIDE-fulltrúa eru FIDE-kosningar ávallt afar minnisstæðar og átökin afar hörð og ófyrirleitin. Miskunarleysið algjört. Atökin 2010 og 2014 voru mjög brútal. Öllum meðulum beitt.  Allra minnisstæðast er þegar Larry Ebbin.frá Bermúda og Garry Kasparov öskruðu á hvorn annan á fundinum árið 2010. Þeir misstu sig báðir gjörsamlega. Það má sjá mig vera Kasparov á hægri hönd alveg galtóman á svipinn í myndbandinu hér að neðan. Rifrildið er strax í upphafi myndbandsins.

Hvert mót hefur sitt séreinkenni. Eins skrýtið eins og það hljómar var mótið í Síberíu 2010 sennilega besta Ólympíuskákmótið sem ég hef farið á. Mótshaldið að langmestu leyti til fyrirmyndar þrátt fyrir að það væri í algjörum útnára. Sama mátti ekki segja um mótið í Tromsö 2014, það mót sem haldið hefur næst okkur, þar sem var all ekki nógu gott. Herbergið mitt var svipað af stærð og kústaskápur. Skáksalurinn mjög slakur og sérstaklega salernin á skáksalanum sem voru til skammar. 

Hverjum spáir þú sigri í forsetakosningum FIDE?

Baráttan er á milli Dvorkovich og Makro. Átta mig ekki á hvor þeirra muni hafa betur. Set samt 60-40 á Rússann. Allt getur þó breyst og mér kæmi ekki óvart ef óvæntar skákfléttur ættu sér stað á lokametrunum. 

Við hvaða haf liggur Batumi.

Kaspíahafið – nei djók – Svartahafið.

Minnistæðasta skák á Ólympíuskákmóti? Held að nefni sigurskák Lenku á Evu Repkóvu árið 2010. Skákin var kosin skák ársins meðal íslenskra skákáhugamanna. Frammistaða kvennaliðsins á mótinu var stórkostleg, ekki síst Lenku, sem náði AM-áfanga. 

Halldór Grétar Einarsson  skýrir skákina hér.

18. Rb5!!

Með hverjum þremur (lífs eða liðnum) myndir þú vilja eiga kvöldmáltíð með og af hverju?

Freddie Mercury, Paul Morphy og John Lennon. Allt áhugaverðir karakterar sem kvöddu þennan heim alltof flott. Ég myndi spyrja Freddie um hvaða átt hann hafði farið í tónlist hefði hann verið í fullu fjöri. Lennon um svipuð málefni. Morphy myndi ég spyrja hvað honum þætti um gelda taflmennsku nútímans á toppleveli.

Áfram Ísland!

- Auglýsing -