Evrópumót landsliða fer fram 24. október – 2. nóvember nk. í Batumi í Georgíu. Ísland sendir lið í opnum flokki. Lið Íslands skipa Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson, Guðmundur Kjartansson, Helgi Áss Grétarsson og Dagur Ragnarsson. Dagana fram að keppni verða EM-fararnir kynntir til leiks en alls skipa íslensku sendisveitina átta manns.

Í dag kynnum við til leiks Omar Salama sem er yfirdómari mótsins!

Nafn 

Omar Salama

Hlutverk 

Yfirdómari Evópumóts landsliða

Hver kenndi þér að tefla?

Frændi minn í Alexandríu!

Fischer, Kasparov eða Carlsen?

Hmm. Allir! En ef ég þarf að velja , þá er Kasparov. Hann hefur verið á toppnum í 20 ár! Carlsen hefur samt enn tækifæri til að vera bestur!

Verður Liverpool loks enskur meistari næsta vor?

Ekki spurning.

Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir EM landsliða?

Ég, mótshaldarar og ECU erum búinn að vera i míklu samskiptum og fer ég til Batumi fjórum dögum fyrir mótið.

Nefndu önnur lönd auk Georgíu sem eiga landamæri að Svartahafinu? (bannað að nota Google!)

Tyrkland. Rúmenía. Búlgaría. Rússland. Úkraína. Ég er búinn að heimsækja öllum löndin nema Úkraínu.

Hversu oft hefur þú farið á EM landsliða?

Tvisvar áður og fjórum sinnum á Afríkumeistaramótið.  😉

Minnisstæðasta atvik í miðri skák

2015-Laugardallshollin- SM Ferenc Berkes frá Ungverjalandi þegar þegar leið yfir hann eftir sigurskák á móti SM Grzegorz Gajewski frá Póllandi enn hann tryggði samt Ungverjalandi sigur 2.5.

Hver verður næsti áskorandi Magnúsar?

Caruana aftur!

Hver eru þín markmið á mótinu?

Mótið fari fram án vandamála!

Eitthvað að lokum?

EM landsliða er mikilvægasta landskeppnin í Evrópu í ár. Sumir bera það saman við Ólympíumótið og það er mikið heiður að vera valinn yfirdómari mótsins. Ég óska landsliðinu góðs gengis þar.

- Auglýsing -