Önnur umferð ólympíuskákmótsins fór fram í dag. Íslenska liðið vann sigur á Mónakó 2½-1½. Íslenska kvennaliðið tapaði ½-3½ gegn sterku liði Slóvakíu.
Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Kjartansson unnu sínar skákir. Margeir Pétursson gerði jafntefli í sinni fyrstu skák á ólympíuskákmóti í 26 ár. Hjörvar Steinn Grétarsson tapaði eftir að hafa fallið á tíma í vænlegri stöðu eftir að hafa gleymt sér.
Íslenska kvennaliðið lá fyrir því slóvakíska ½-3½. Lenka Ptácníková gerði jafntefli
Andstæðingar morgundagsins í opnum flokki verður c-lið Indverja sem er afar sterkt. Kvennaliðið mætir Tælandi.
Lið Íslands í opnum flokki skipa eingöngu stórmeistarar
- Hjörvar Steinn Grétarsson
- Hannes Hlífar Stefánsson
- Guðmundur Kjartansson
- Helgi Áss Grétarsson
- Margeir Pétursson (jafnframt liðsstjóri)
Íslenska liðið er nr. 43 í styrkleiðaröð. Alls taka 188 lið þátt.
Kvennaliðið
- Lenka Ptácníková
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
- Lisseth Acevedo Mendez
- Tinna Kristín Finnbogadóttir
Liðsstjóri er Ingvar Þór Jóhannesson
Íslenska liðið er nr. 61 í styrkleikaröð. Alls taka 162 lið þátt.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results (opinn)
- Chess-Results (kvenna)
- Beinar útsendingar (opinn)
- Beinar útsendingar (kvenna)