Önnur umferð ólympíuskákmótsins fór fram í dag. Íslenska liðið vann sigur á Mónakó 2½-1½. Íslenska kvennaliðið tapaði ½-3½ gegn sterku liði Slóvakíu.

Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Kjartansson unnu sínar skákir. Margeir Pétursson gerði jafntefli í sinni fyrstu skák á ólympíuskákmóti í 26 ár. Hjörvar Steinn Grétarsson tapaði eftir að hafa fallið á tíma í vænlegri stöðu eftir að hafa gleymt sér.

Íslenska kvennaliðið lá fyrir því slóvakíska ½-3½. Lenka Ptácníková gerði jafntefli

Andstæðingar morgundagsins í opnum flokki verður c-lið Indverja sem er afar sterkt. Kvennaliðið mætir Tælandi.

Lið Íslands í opnum flokki skipa eingöngu stórmeistarar

  1. Hjörvar Steinn Grétarsson
  2. Hannes Hlífar Stefánsson
  3. Guðmundur Kjartansson
  4. Helgi Áss Grétarsson
  5. Margeir Pétursson (jafnframt liðsstjóri)

Íslenska liðið er nr. 43 í styrkleiðaröð. Alls taka 188 lið þátt.

Kvennaliðið

  1. Lenka Ptácníková
  2. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  3. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
  4. Lisseth Acevedo Mendez
  5. Tinna Kristín Finnbogadóttir

Liðsstjóri er Ingvar Þór Jóhannesson

Íslenska liðið er nr. 61 í styrkleikaröð. Alls taka 162 lið þátt.

- Auglýsing -