Eitt sterkasta Íslandsmót kvenna í sögunni hefst á fimmtudagskvöld kl. 18. Teflt er í Sveinatungu við Garðatorg í Garðabæ. Af tólf stigahæstu skákkonum landsins taka átta þátt. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarstjórnar Garðabæjar setur mótið og leikur fyrsta leikinn.
Keppendalistinn:
- WGM Lenka Ptácníková (2099)
- WFM Guðlaug Þorsteinsdóttir (2021)
- Jóhanna Björg Jóhanndóttir (1933)
- WIM Lisseth Acevedo Mendez (1849)
- Tinna Kristín Finnbogadóttir (1838)
- Hrund Hauksdóttir (1804)
- Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1690)
- Sigríður Björg Helgadóttir (1682)
Mótið á Chess-Results. Dregið verður um töfluröð á morgun.
Auk þess er tefldur áskorendaflokkur kvenna þar sem sex ungar og bráðefnilegar stúlkur taka þátt. Þetta er í fyrsta skipti í meira en áratug þar sem áskorendaflokkur kvenna fer fram – sem vonandi gefur merki um verulega bæta stöðu í kvennaskák hérlendis.
Mótið er haldið semeiginlega af Skáksambandinu og Taflfélagi Garðabæjar sem fagnar 40 ára afmæli í ár. Beinar útsendingar verða frá landsliðsflokki.
Mótið á Chess-Results.












