2014 – 2015
Íslandsmót skákfélaga 2014-15
Skákfélagið Huginn Íslandsmeistari!
Skákfélagið Huginn sigraði á æsispennandi Íslandsmóti skákfélaga en síðari hlutinn fór fram í Rimaskóla 19.-21. mars sl.
Sveitin vann Skákfélag Reykjanesbæjar 7,5-0,5 í lokaumferðinni á meðan helsti keppinauturinn Taflfélag Reykjavíkur sigraði Skákdeild Fjölnis 6,5-1,5. Taflfélag Vestmannaeyja varð í þriðja sæti. B-, C- og D-sveitir TR unnu 2.-4. deild.
Lokastaðan:
- Skákfélagið Huginn 56,5 v.
- Taflfélag Reykjavíkur 55 v.
- Taflfélag Vestmannaeyja 52,5 v.
- Skákdeild Fjölnis 38 v.
- Taflfélag Bolungarvíkur 36 v.
- Skákfélag Akureyrar 33,5 v.
- Víkingaklúbburinn 29,5 v.
- Skákfélagið b-sveit 25 v.
- Skákfélag Reykjanesbæjar 17,5 v.
- Skákfélag Íslands 16,5 v.
Skákfélag Reykjanesbæjar og Skákfélag Íslands falla niður í 2. deild.
Hjörvar Steinn Grétarsson, Hugin, og Björn Þorfinnsson, TR, stóðu sig best allra en þeir hlutu 8 vinninga í 9 skákum.
2. deild
B-sveit Taflfélags Reykjavíkur vann öruggan sigur en hún hlaut 31,5 v. Skákdeild KR varð í öðru sæti með 28,5. Þessar tvær sveitir hafa áunnið sér rétt til að tefla í fyrstu deild að ári.
Spennan um þriðja sæti var mikil. Það féll í skaut b-sveitar Skákfélags Akureyrar en sveitin hlaut 22,5 vinning. Aðeins munaði 3 vinningum á verðlaunasæti og fallsæti.
Lokastaðan:
- Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 31,5 v.
- Skákdeild KR 28,5 v.
- Skákfélag Akureyrar b-sveit 22,5 v.
- Skákdeild Hauka 21,5 v. (9 stig)
- Taflfélag Garðabæjar 21,5 v. (7 stig)
- Skákfélagið Huginn c-sveit 20 v.
- Vinaskákfélagið 19,5 v.
- Víkingaklúbburinn b-sveit 3 v.
Vinaskákfélagið og Víkingaklúbburinn féllu niður í 3. deild. Afar litlu munaði að Vinaskákfélagið hefði fengið hálfan vinning til viðbótar í lokaumferðinni. Þá hefði komið til þeirra sérstöku stöðu og draga hefði þurft um hvort Vinaskákfélagið eða b-sveit Hugins hefði fallið en liðin hefðu verið hnífjöfn eftir allan stigaútreikning.
3. deild
C-sveit Taflfélags Reykjavíkur vann öruggan sigur en sveitin hlaut fullt hús stiga. Borgnesingar og Selfyssingar urðu í 2. og 3. sæti með 9 stig. Borgnesingar fengu fleiri vinninga og fá sæti í 2. deild að ári.
D-sveit Skákfélaga Akureyrar, a-unglingasveit TR og f-sveit Hugins féllu niður í 4. deild
4. deild
D-sveit TR vann öruggan sigur en sveitin hlaut 13 stig. B-sveit Taflfélags Garðabæjar varð í öðru sæti 12 stig. Skákgengið varð í þriðja sæti með 10 stig. Þessar þrjár sveitir unnu sér keppnisrétt í 3. deild að ári.