2014 – 2015

Íslandsmót skákfélaga 2014-15

Skákfélagið Huginn Íslandsmeistari!

Skákfélagið Huginn sigraði á æsispennandi Íslandsmóti skákfélaga en síðari hlutinn fór fram í Rimaskóla 19.-21. mars sl.

Sveitin vann Skákfélag Reykjanesbæjar 7,5-0,5 í lokaumferðinni á meðan helsti keppinauturinn Taflfélag Reykjavíkur sigraði Skákdeild Fjölnis 6,5-1,5. Taflfélag Vestmannaeyja varð í þriðja sæti. B-, C- og D-sveitir TR unnu 2.-4. deild.

Lokastaðan:

 1. Skákfélagið Huginn 56,5 v.
 2. Taflfélag Reykjavíkur 55 v.
 3. Taflfélag Vestmannaeyja 52,5 v.
 4. Skákdeild Fjölnis 38 v.
 5. Taflfélag Bolungarvíkur 36 v.
 6. Skákfélag Akureyrar 33,5 v.
 7. Víkingaklúbburinn 29,5 v.
 8. Skákfélagið b-sveit 25 v.
 9. Skákfélag Reykjanesbæjar 17,5 v.
 10. Skákfélag Íslands 16,5 v.

Skákfélag Reykjanesbæjar og Skákfélag Íslands falla niður í 2. deild.

Hjörvar Steinn Grétarsson, Hugin, og Björn Þorfinnsson, TR, stóðu sig best allra en þeir hlutu 8 vinninga í 9 skákum.

2. deild

B-sveit Taflfélags Reykjavíkur vann öruggan sigur en hún hlaut 31,5 v. Skákdeild KR varð í öðru sæti með 28,5. Þessar tvær sveitir hafa áunnið sér rétt til að tefla í fyrstu deild að ári.

Spennan um þriðja sæti var mikil. Það féll í skaut b-sveitar Skákfélags Akureyrar en sveitin hlaut 22,5 vinning. Aðeins munaði 3 vinningum á verðlaunasæti og fallsæti.

Lokastaðan:

 1. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 31,5 v.
 2. Skákdeild KR 28,5 v.
 3. Skákfélag Akureyrar b-sveit 22,5 v.
 4. Skákdeild Hauka 21,5 v. (9 stig)
 5. Taflfélag Garðabæjar 21,5 v. (7 stig)
 6. Skákfélagið Huginn c-sveit 20 v.
 7. Vinaskákfélagið 19,5 v.
 8. Víkingaklúbburinn b-sveit 3 v.

Vinaskákfélagið og Víkingaklúbburinn féllu niður í 3. deild. Afar litlu munaði að Vinaskákfélagið hefði fengið hálfan vinning til viðbótar í lokaumferðinni. Þá hefði komið til þeirra sérstöku stöðu og draga hefði þurft um hvort Vinaskákfélagið eða b-sveit Hugins hefði fallið en liðin hefðu verið hnífjöfn eftir allan stigaútreikning.

3. deild

C-sveit Taflfélags Reykjavíkur vann öruggan sigur en sveitin hlaut fullt hús stiga. Borgnesingar og Selfyssingar urðu í 2. og 3. sæti með 9 stig. Borgnesingar fengu fleiri vinninga og fá sæti í 2. deild að ári.

D-sveit Skákfélaga Akureyrar, a-unglingasveit TR og f-sveit Hugins féllu niður í 4. deild

4. deild

D-sveit TR vann öruggan sigur en sveitin hlaut 13 stig. B-sveit Taflfélags Garðabæjar varð í öðru sæti 12 stig. Skákgengið varð í þriðja sæti með 10 stig. Þessar þrjár sveitir unnu sér keppnisrétt í 3. deild að ári.

1.deild  (Chess Results) 2.deild  (Chess Results)
3.deild  (Chess Results) 4.deild  (Chess Results)
Pistlar Gunnars Björnssonar Styrkleikaraðaðir listar
Myndaalbúm (fyrri hluti) Skákir úr 1. og 2. deild (fh.)
Mynddaalbúm (síðari hluti) Skákir í 1. og 2. deild (sh.)