Það urðu heldur betur óvænt tíðindi á Íslandsmóti skákfélaga. Taflfélag Garðabæjar vann ótrúlegan stórsigur, 7½-½, á Víkingaklúbbnum í lokaumferð Kvikudeildarinnar og kræktu þar með í Íslandsmeistaratitiinn afar óvænt. Fyrirfram dugði það Víkingum að tapa 2½-5½ og óhætt er að segja að enginn hafi átt von á svo stórum sigri Garðbæinga. Fyrsti Íslandsmeistaratitill Garðbæinga síðan 1992!

Myndir frá verðlaunaafhendingunni

Breiðablik féll niður í 1. deild.

Lokastaðan

  1. Taflfélag Garðabæjar 16 stig (54½ v.)
  2. Víkingaklúbburinn 16 stig (51 v.)
  3. Taflfélag Reykjavíkur 14 stig (48 v.)
  4. Skákdeild Fjölnis 6 stig (29 v.)
  5. Skákdeild KR 5 stig (31 v.)
  6. Skákdeild Breiðabliks 3 stig (26½ v.)

Chess-Results

  1. deild
Eyjamenn unnu 1. deildina.

Taflfélag Vestmannaeyja vann sigur og sæti í Kvikudeildinni að ári. Akureyringar urðu í 2. sæti og b-sveit Breiðabliks í því þriðja.

B-sveit SA og Hrókar alls fagnaðar féllu

  1. Taflfélag Vestmannaeyja 14 stig
  2. Skákfélag Akureyrar 12 stig
  3. Skákdeild Breiðablik-b 10 stig
  4. Taflfélag Reykjavíkur-b, 6 stig (25 v.)
  5. Taflfélag Garðabæjar-b, 6 stig (21 v.)
  6. Skákgengið 6 stig (13 v.)
  7. Skákfélag Akureyrar 2 stig
  8. Hrókar alls fagnaðar 0 stig

Lokastaðan í Chess-Results

2. deild

B-sveit Víkinga vann sigur í 2. deild

B-sveit Víkingaklúbbsins vann sannfærandi sigur þrátt fyrir tap í lokaumferðinni. Vinaskákfélagið krækti í annað sæti og keppnisrétt í 1. deild eftir harða baráttua við c-sveit TG.

Fjölnir-b og SSON féllu. Selfyssingar voru með jafnmörg stig og vinninga og TR-d en töpuðu innbyrðis viðureign.

  1. Víkingaklúbburinn-b 11 stig
  2. Vinaskákfélagið 10 stig (27 v.)
  3. Taflfélag Garðabæjar c-sveit 10 stig (26 v.)
  4. Skáksamband Austurlands 10 stig (24½ v.)
  5. Taflfélag Reykjavíkur-c 5 stig
  6. Taflfélag Reykjavíkur-d 4 stig (15½ v.)
  7. SSON 4 stig (15½ v.)
  8. Fjölnir-b 2 stig

Chess-Results. 

3. deild

B-sveit KR vann 3. deildina

B-sveit Skákdeildar KR vann sigur í 3. deild. C-sveit Breiðabliks varð í 2. sæti og fylir KR-ingum upp í 2. deild. TG-d varð í þriðja sæti.

SSON-b og SA-c féllu niður í 4. deild

  1. Skákdeild KR b-sveit 13 stig.
  2. Skákdeild Breiðabliks c-sveit 11 stig (27 v.)
  3. Taflfélag Garðabæjar d-sveit 11 stig (24 v.)
  4. Skákfélag Sauðárkróks 7 stig
  5. Taflfélag Reykjavíkur-e 5 stig (19 v.)
  6. Taflfélag Vestmannaeyja-b 5 stig (18 v.)
  7. SSON-b 2 stig
  8. Skákfélag Akureyrar-c 2 stig

Chess-Results. 

4. deild

KR-ingar unnu sigur í 3. deild

C-sveit KR vann 4. deildina og Goðinn fylgir þeim upp í 3. deild. C-sveit Víkingaklúbbins endað í 3. sæti.

  1. Skákdeild KR-c 14 stig
  2. Skákfélagið Goðinn 10 stig
  3. Víkingaklúbburinn-c 9 stig (24½ v.)
  4. Dímon 9 stig (23 v.)
  5. Vinaskákfélagið 8 stig

Lokastaðan á Chess-Results.