Íslandsmót grunnskóla í stúlknaflokki var haldið í Rimaskóla laugardaginn 25. janúar sl. Rimaskóli nýtti sér heimavöllinn vel og vann sigur í tveim flokkur af þrem, þ.e. í 3.-5. bekk og 6.-10. bekk. Álfhólsskóli vann sigur í 1.-2. bekk.

1.-2. bekkur

Íslandsmeistarar Álfhólsskóla ásamt liðsstjóra og skákstjóra.

Álfhólsskóli vann sigur. Hlaut 12 vinninga af 16 mögulegum. Smáraskóli varð í öðru sæti með 10 vinninga og Háteigsskóli í því þriðja.

Sveit Íslandsmeistara Álfhólsskóla skipuðu: Hildur Helgadóttir, Þórunn Lilja Óðinsdóttir, Stefanía Bryndís Axelsdóttir og Heiða Margrét Sigurðardóttir. Liðsstjóri var Lenka Ptácníková.

Lokastöðuna má nálgast á Chess-Results.

3.-5. bekkur

Rimaskóli vann öruggan sigur en sveitin hlaut 15 vinninga af 16 mögulegum. Hörðuvallaskóli varð í öðru sæti með 9½ vinning og Álfhólsskóli í því þriðja með 9 vinninga.

Sveit Íslandsmeistarar Rimaskóla ásamt liðsstjóra.

Sveit Rimaskóla skipuðu Nikola Klimaszewska, Heiðdís Diljá Hjartardóttir, María Lena Óskarsdóttir, Emilía Embla B. Berglindardóttir. Liðsstjóri var Baldvin Einarsson.

Lokastöðuna má nálgast á Chess-Results.

6.-10. bekkur

Rimaskóli vann Salaskóli börðust um sigurinn og svo fór að Rimaskóli hlaut 9 vinninga af 16 mögulegum en Salaskóli hlaut 7 vinninga.

Sveit Íslandsmeistarar Rimaskóla ásamt liðsstjóra.

Sveit Rimaskóla skipuðu Embla Sólrún Jóhannesardóttir Sara Sólveig Lis Emilía Andradóttir Sóley Kría Helgadóttir. Liðsstjóri var Helgi Árnason.

Lokastöðuna má finna á Chess-Results.

Skákstjórar voru Kristján Örn Elíasson, Sigríður Björg Helgadóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir.