Frá u12-flokknum. Katrín María og Akureyringurinn Brimir Skírnisson að tafli.

Íslandsmóti ungmenna lauk í gær með keppni í þremur elstu aldursflokkunum. Fimm nýir Íslandsmeistarar voru krýndir í gær. Árni Ólafsson varð Íslandsmeistari í flokki 15 ára, Gunnar Erik Guðmundsson og Batel Goitom Haile í flokki 13-14 ára, Tómas Möller og Katrín María Jónsdóttir í flokki 11-12 ára.

Tómas og Katrín María Íslandsmeistarar 

Verðlaunahafar í u12-strákar: Tómas, Markús, Matthías og Sæþór.

Alls tók 31 skákmaður þátt í flokknum. Vegna sóttvarnareglna þurfti að skipta í tvo flokka því aðeins eru leyfðir 25 krakkar í hverju hólfi á þessu aldursbili. Sigurvegarar flokkanna kepptu svo til úrslita. Baráttan í báðum flokkum varð æsispennandi.

Svo fór að Markús Orri Jóhannsson vann sigur í a-riðli eftir hádramatíska lokaumferð og Tómas Möller vann sigur b-riðli. Sæþór Ingi Sæmundarson og Matthías Björgvin Kjartansson urðu í 2. sæti í riðlunum og fengu báðir brons. Tómas vann svo Markús Orra í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn 1½-½.

Tómas með gullið og Markíus með silfrið.

Stelpurnar tefldu allar í a-riðli. Katrín María Jónsdóttir varð efst þeirra og varð Íslandsmeistari stúlkna. Heiðdís Diljá Hjartardóttir varð önnur og María Lena Óskarsdóttir þriðja.

Heiðdís Diljá, Katrín María og María Lena.

Árni, Gunnar Erik og Batel Íslandsmeistarar

Tveir elstu flokkarnir voru tefldir að saman. Annars flokkur 13-14 ára og hins vegar flokkur 15 ára. Í eðlilegu árferði hefði eldri flokkurinn verið fyrir 15-16 ára en vegna sóttvarnarreglna höfðu 16 ára krakkar ekki keppnisrétt. Grímuskylda var viðhöfð í flokknum í samræmi reglur um þennan hóp í grunnskólum. 15 skákmenn tóku þátt og voru 11 þeirra í yngri flokknum.

Benedikt, Gunnar Erik og Adam.

Gunnar Erik Guðmundsson vann mótið og varð Íslandsmeistari í flokki 13-14 ára. Benedikt Þórisson varð annar og Adam Omarsson þriðji eftir oddastigaútreikning.

Batel og Iðunn.

Batel Goitom Haile varð Íslandsmeistari stúlkna og Iðunn Helgadóttir hlaut silfrið.

Örn, Árni og Kristján Dagur.

Árni Ólafsson stóð sig 15 ára og varð þar með Íslandsmeistari í 15 ára. Örn Alexandersson varð annar og Kristján Dagur Jónsson þriðji.

Lokastaðan í flokki u14/u15

Að lokum

Skáksambandið þakkar kærlega keppendum fyrir skemmtilegt mót. Þetta var vægast sagt óvenjulegt mótshald en mótið varð haldið í fimm hlutum. Alls tóku 103 skákmenn þátt í mótinu sem eru töluvert betra en undanfarin ár.

Vegna sóttvarnareglan var hvorki hægt að leyfa aðstandendur né þjálfara. Brugðist var með því að fjölga sérstaklega dómurum í yngri flokkunum. Það gekk afar vel og krakkarnir stóðu sig eins og hetjur. Við þökkum foreldrum og þjálfurum kærlega fyrir skilningin.

Vert að geta þess allmargir Akureyringar mættu á staðinn. Upphaflega átti mótið að fara fram á Akureyri 17. október en var frestað þá í fyrsta sinn! Þeir allra hörðustu, með formann SA, Áskel Örn Kárason í stafni, létu sig ekki muna um að keyra að morgni til Reykjavíkur, mættir kl. 11, og til baka að taflmennsku lokinni!

Róbert yfirdómari mótsins sýndi mikla fagmennsku um helgina og sá til þess að allt færi óaðfinnanlega fram.

Skákstjórn önnuðust Róbert Lagerman sem var yfirdómari mótsins, Stefán Bergsson, Ulker Gasavona, Lisseth Acevedo Mendez, Þorsteinn Stefánsson, Agnar Tómas Möller og Gunnar Björnsson sem jafnframt var mótsstjóri.