Jafntefli varð í viðureigninni Íslands gegn Slóvakíu í 4. umferð EM landsliða sem fram fór í dag. Guðmundur Kjartansson (2459) vann góðan sigur með svörtu gegn Lubomir Ftacnik (2520). Hannes Hlífar Stefánsson og Bragi Þorfinnsson (2436) gerðu jafntefli en Helgi Áss Grétarsson (2410) tapaði.

Úrslit 4. umferðar

Ísland hefur 2 stig og 6 vinning og er í 36. sæti af 40 löndum. Á morgun er afar mikilvæg viðureign þegar við mætum Eistum erum afar áþekkir okkur að styrkleika. Lið Eista

Armenía, Úkraína, Rússland og England eru efst í opnum flokki með 7 stig. Í kvennaflokki eru Rússar einir efstir með fullt hús.

Áfram Ísland!

- Auglýsing -