Rimaskóli er Íslandsmeistari barnaskólasveita, 1.-3. bekkjar, eftir afar spennandi mót í Rimaskóla í dag. Melaskóli varð í öðru sæti, Lindaskóli, fráfarandi meistari varð í þriðja sæti. Þrettán skólar tóku en vegna samkomutakmarkana voru aðeins a-sveitir leyfðar. Skipt var í tvo riðla. Í öðrum riðlinum tefldu 7 sveitir en í hinum riðlinum tefldu 6 sveitir. Tvær efstu sveitir hvors riðils tefldu svo í sérstakri úrslitakeppni.
A- riðill
Lindaskóli og Rimaskóli höfðu yfirburði og áunnu sér rétt til að tefla í úrslitakeppninni. Lindaskóli fékk hálfum vinningi meira. Vatnsendaskóli varð í þriðja sæti.
Skáksveit Íslandsmeistarara Rimaskóla skipuðu:
- Tristan Fannar Jónsson
- Emilía Embla B. Berglindardóttir
- Sigrún Tara Sigurðardóttir
- Ómar Jón Kjartansson
- Tara Líf Ingadóttir
Liðsstjóri var Helgi Árnason.
B-riðill
Melaskóli og Smáraskóli höfðu sömuleiðis mikla yfirburði. Komu jafnir í mark. Ísaksskóli varð í þriðja sæti.
Úrslitakeppnin


Úrslitakeppnin varð æsispennandi. Aðeins munaði einum vinningi á fyrsta og þriðja sæti. Rimaskóli hlaut 7½ vinning, Melaskóli 7 vinninga og Lindaskóli 6½ vinning. Smáraskóli varð í fjórða sæti með 3 vinninga en segja má að árangur Smáraskóla hafi skipt sköpum því þeir fengu fleiri vinninga gegn sveitunum 2.-3. sæti en Íslandsmeisturunum.

Mótsstjóri var Stefán Bergsson. Auk hans voru Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Gunnar Björnsson skákstjórar. Rimaskóli fær þakkir fyrir að lána húsnæði undir mótið.