Íslandsmót ungmenna fór fram á Akureyri laugardaginn 30. október. Mótshaldari var Skákfélag Akureyrar. Þátttaka á mótinu var góð og flestir af sterkustu skákkrökkum landsins mættir til leiks. Teflt var í Brekkuskóla við góðar aðstæður. Skáksalurinn var hæfilega stór og fyrir framan salinn var annað rými þar sem foreldrar gátu nýtt sér sem afdrep og keppendur hvílst og nærst milli umferða.

Íslandsmeistarnir fimm: Benedikt (u16), Ingvar Wu (u14), Mikael Bjarki (u12), Sigurður Páll (u10) og Birkir (u8).

Níu Íslandsmeistarar voru krýndir. Fimm strákar og fjórar stelpur.

Teflt var í tveimur flokkum; u8 og u10 tefldu saman og svo u12, u14 og u16.

Íslandsmeistarnir stúlkna: Sigrún Tara (u10), Guðrún Fanney (u12), Iðunn (u14) og Halldóra (u8)

Úrslit urðu sem hér segir:

Flokkur 8 ára og yngri, strákar

 1. Birkir Hallmundarson, Breiðabliki
 2. Tristan Fannar Jónsson, Fjölni
 3. Oliver Kovacik, Breiðabliki

Flokkur 8 ára og yngri, stúlkur

 1. Halldóra Jónsdóttir, Breiðabliki
 2. Andrea Haraldsdóttir, Breiðabliki
 3. Elsa María Aðalgeirsdóttir, Fjölni

Flokkur 9-10 ára, strákar

 1. Sigurður Páll Guðnýjarson, Breiðabliki
 2. Örvar Hólm Brynjarsson, Breiðabliki
 3. Jósef Omarsson, Taflfélagi Reykjavíkur

Flokkur 9-10 ára, stúlkur

 1. Sigrún Tara Sigurðarðsdóttir, Fjölni
 2. Emilía Embla B. Berglindardóttir, Fjölni
 3. Tara Líf Ingadóttir, Fjölni

Lokstaðan í Chess-Results.

Flokkur 11-12 ára, strákar

 1. Mikael Bjarki Heiðarsson Breiðabliki
 2. Matthías Björgvin Kjartansson Breiðabliki
 3. Markús Orri Jóhannsson Breiðabliki

Flokkur 11-12 ára, stúlkur

 1. Guðrún Fanney Briem, Breiðabliki
 2. Þórhildur Helgadóttir, Breiðabliki
 3. Nikola Klimaszewska, Fjölni

Flokkur 13-14 ára, strákar

 1. Ingvar Wu Skarphéðinsson Taflfélagi Reykjavíkur
 2. Adam Omarson Taflfélagi Reykjavíkur
 3. Gunnar Erik Guðmundsson, Breiðabliki

Flokkur 13-14 ára, stúlkur

 1. Iðunn Helgadóttir, Taflfélagi Reykjavíkur
 2. Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Taflfélagi Reykjavíkur

Flokkur 15-16, ára, strákar

 1. Benedikt Þórisson, Taflfélagi Reykjavíkur
 2. Sigurður Rúnar Gunnarsson, Víkingaklúbbnum

Lokastaðan á Chess-Results.

Eins og sjá má voru keppendur úr Taflfélagi Reykjavíkur, Skákdeild Fjölnis og Skákdeild Breiðabliks sigursælir. Nóg er að gera hjá þessum krökkum um þessar mundir en um næstu helgi fara á þriðja tug ungra Blika til Svíþjóðar til að tefla á alþjóðlegu móti í Stokkhólmi.

Mótshaldið gekk vel fyrir sig og skip og almenn ánægja með skipulagningu. Keppendur, foreldrar og allir aðstandendur sjálfum sér til mikilli sóma. Skákstjórar voru Áskell Örn Kárason, Rúnar Sigurpálsson og Stefán Bergsson.