Smáraskóli varð Íslandsmeistari 1.-3. bekkjar. Mynd: KÖE

Fyrsta mótið í skólaskákmótsveislu helgarinnar fór fram í gær í Rimaskóla. Svo fór að Smáraskóli vann sannfærandi sigur á Íslandsmóti 1.-3. bekkar. Sveitin hlaut 24½ vinning af 28 mögulegum. Fyrsti sigur Smáraskóla á þessu móti.

Sveit Íslandsmeistarara Smáraskóla skipuðu

  1. Halldóra Jónsdóttir (4/6)
  2. Kristján Freyr Páluson (6/6)
  3. Ásgeir Smári Darrason (6/6)
  4. Andrea Haraldsdóttir (3½/5)
  5. Sóley Una Guðmundsóttir (5/5)

Liðsstjóri var Jón Valentínusson.

Rimaskóli varð í öðru sæti með 22 vinninga. Eina sveitin sem náði að veita Smáraskóla einhverja keppni.

Rimaskóli ásamt Jóhanni Arnari liðsstjóra. Silfrið þeirra!

Árangur sveitarinnar í þriðja sæti vakti hins vegar gríðarlega athygli en þar endaði leikskólinn, Laufásborg. Gríðarlega eftirtektarverður árangur sem skákkennarinn, Omar Salama hefur náð þar. Þetta er í fyrsta skipti sem leiksskóli nær víðlíka árangri.

Laufásborg tók bronsið. Frábær árangur hjá leikskólasveit!

Rimaskóli vann verðlaun fyrir bestan árangur b-, c-, d- og e-sveita. Rétt er að vekja athygli á árangri e-sveitarinnar sem endaði í 7. sæti.

 

B-sveit Rimaskóla
C-sveit Rimaskóla

 

D-sveit Rimaskóla

Mótið á Chess-Results.

Í dag fer fram Íslandsmót, 4.-7. bekkjar. Þar eru 23 sveitir skráðar til leiks. Hægt verður að fylgjast með mótinu á Chess-Results.

Vakin er athygli á að foreldrar geta ekki verið í skáksalnum á meðan teflt er.