Íslandsmeistarar Vatnsendaskóla. Mynd: BÍK

Vatnsendaskóli vann sigur á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fram fór í gær. Þriðja árið í röð sem Vatnsendaskóli vinnur mótið. Baráttan var hörð á milli skólans og Lindaskóla en þessar tvær sveitir höfðu mikla yfirburði.

Svo fór að Vatnsendaskóla vann Lindaskóla 3-1 í þriðju umferð í viðureign sem reyndist úrslitaviðureign því í lokin munaði aðeins 1½ vinningi á milli sveitanna.

Sveit Íslandsmeistarara Vatnsendaskóla skipuðu

  1. Mikael Bjarki Heiðarsson
  2. Jóhann Helgi Hreinsson
  3. Arnar Logi Kjartansson
  4. Guðmundur Orri Sveinbjörnsson

Liðsstjóri var Einar Ólafsson

Liðið fær keppnisrétt á NM í skólaskák sem fram fer í Danmörku í haust. Mótið hefur fallið niður tvisvar en ætti nú nú loks að geta farið fram!

Lindaskóli varð í 2. sæti.
B-sveit Lindaskóla varð í þriðja sæti.

B-sveit Lindaskóla tók bronsið og var einnig efst b-sveita.

Rimaskóli fékk verðlaun fyrir bestan árangur c-, d- og e-liða og líka b-sveita þar sem b-sveit Lindaskóla hafði þegar fengið verðlaun.

B-sveit Rimaskóla.
C-sveit Rimaskóla
D-sveit Rimaskóla
E-sveit Rimaskóla

Mótið á Chess-Results.

Í dag fer fram Íslandsmót grunnskólasveita. 4.-7. bekkjar. Þar eru 17 sveitir skráðar til leiks. Hægt verður að fylgjast með mótinu á Chess-Results.

Vakin er athygli á að foreldrar geta ekki verið í skáksalnum á meðan teflt er.