Vatnsendaskóli varð Íslandsmeistari grunnskólasveita. Mynd: BÍK

Vatnsendaskóli vann tvöfalt um helgina en sveitin vann einnig sigur á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór í gær eftir æsispennandi mót þar sem þrjár sveitir börðust um sigur á mótinu. Svo fór að Vatnsendaskóli hlaut 23½ vinning en Lindaskóli og Landakotsskóli fengu 23 vinninga.

Sveit Íslandsmeistarara Vatnsendaskóla skipuðu

  1. Mikael Bjarki Heiðarsson
  2. Tómas Möller
  3. Jóhann Helgi Hreinsson
  4. Arnar Logi Kjartansson
  5. Guðmundur Orri Sveinbjörnsson

Liðsstjóri var Einar Ólafsson

Lindaskóli tók silfrið rétt eins á barnaskólamótinu.
Landakotsskóli tók bronsið.
B-sveit Vatnsendaskóla fékk verðlaun fyrir bestan árangur b-sveita

Mótið á Chess-Results.

Lokastaðan

Næstu helgi fer fram Íslandsmót grunnskólasveita – stúlknaflokkur.