Helgi kampakátur í sjónvarpviðtal við RÚV skömmu eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í húsi. Mynd: BÍvarK.

Áfram höldum við með Ólympíufarann. Í dag kynnum við til leiks, Íslandsmeistarann í skák, Helga Áss Grétarsson sem með íslenska liðinu í opnum flokki.

Hve gamall/gömul lærðir þú mannganginn?

5 ára

Þín helsta fyrirmynd í skák?

Alexander Aljekín

Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir Ólympíumótið nú?

Öflug rækt líkama og huga ásamt skákstúderingum!

Hver er að þínu mati frægasti Georgíumaður fyrr og síðar? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!

Jósef Stalín. 

Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?

Fjögur. 

Verður Liverpool loks enskur meistari næsta vor?

Já! 

Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu?

Rússa. 

Uppáhalds sjónvarpsþáttur?

Press Box á Liverpool-stöðinni. 

Minnistæðasta augnablik á Ólympíuskákmóti.

Sigur á Indverjum 2,5-1,5 í lokaumferðinni í Bled árið 2002. 

Hverjum spáir þú sigri í forsetakosningum FIDE?

Dorkavich. 

Við hvaða haf liggur Batumi. Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!

Svartahaf 

Minnistæðasta skák á Ólympíuskákmóti?

Sigurskák gegn armenska stórmeistaranum Gabriel Sargissjan á ÓL í Bled 2002.

[/fen]

20. Rxf7!

Með hverjum þremur (lífs eða liðnum) myndir þú vilja eiga kvöldmáltíð með og af hverju?

Alexander Aljekín útaf því að hann er uppáhaldsskákmaðurinn minn.

Bob Paisley hafði að hann vann svo marga titla með Liverpool sem framkvæmdastjóri.

Marilyn Monroe – þarfnast ekki skýringar!

- Auglýsing -