Jóhann Hjartarson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari árið 2016. Mynd: KÖE

Það styttist í Ólympíuskákmótið sem verður sett 24. september nk. Í dag kynnum við til leiks Jóhann Hjartarson.

Hve gamall/gömul lærðir þú mannganginn?

Líklega 6 ára en man það ekki nákvæmlega

Þín helsta fyrirmynd í skák?

Friðrik Ólafsson og síðar Karpov

Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir Ólympíumótið nú?

Tefldi á móti í Danmörku í sumar. Stúdera líka eins og tími gefst til og sæki ólympíuæfingar undir styrkri stjórn Helga Ólafssonar. Tefli líka dálítið á netinu til að æfa mig og prófa ýmsar hugmyndir.

Hver er að þínu mati frægasti Georgíumaður fyrr og síðar?

Jósef Stalín.

Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?

Hef teflt á 11 ólympíumótum ef ég man rétt en var einnig á staðnum í Khanty-Mansiysk 2010 án þess að tefla.

Verður Liverpool loks enskur meistari næsta vor?

Veit ekki og verð að viðurkenna yfirgripsmikla vanþekkingu á enska boltanum, Hjörtur Ingvi sonur minn heldur með Liverpool þannig að réttast er að ég spái þeim sigri.  Þjálfarinn Jurgen Klopp þykir mér líka ákaflega viðkunnalegur maður og ekki jafn fýldur og knattspyrnustjórar eru oftast.

Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu?

Bandaríkin

Uppáhalds sjónvarpsþáttur?

Fréttir, veðurfregnir og norrænar glæpaseríur

Minnistæðasta augnablik á Ólympíuskákmóti

Þegar rafmagnið fór af í Manila 1992 þegar ég var í bullandi tímahraki að tefla við svindlarann Suba, var dauðhræddur um að hann færi að fikta í klukkuni.

Hverjum spáir þú sigri í forsetakosningum FIDE?

Vona að það verði vinur minn Nigel Short en verð að viðurkenna að Rússinn Arkadi Dvorkovich sé líklegastur til að hreppa hnossið.

Við hvaða haf liggur Batumi.

Svartahafið

Minnistæðasta skák á Ólympíuskákmóti?

Langa skákin við Karpov í Dubai 1986 þegar ég náði að halda jafntefli eftir að hafa verið með koltapaða biðskák.

[Aths. ritstjóra: Ítarlega frásögn um skákina og auðvitað sjálft mótið má lesa í bókinni Skákstríð við Persaflóa eftir Jón L. Árnason og Kristján Guðmundsson]

Með hverjum þremur (lífs eða liðnum) myndir þú vilja eiga kvöldmáltíð með og af hverju?

Aljekín, Eggerti Gilfer og Maríu Callas

- Auglýsing -