Lenka Ptácníková að tafli á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu.

Ólympíuskákmótið hefst í Georgíu á mánudaginn. Í kvöld hefst ferðalag stærsta hluta íslenska hópsins. Í dag verður síðasti ólympíufarinn kynntur til leiks en það er hún Lenka Ptácníková.

Hve gamall/gömul lærðir þú mannganginn?

Um 5 ára

Þín helsta fyrirmynd í skák?

Þegar ég var krakki var það eldri bróðir minn. 🙂

Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir Ólympíumótið nú?

Fór að setja heilan í gang á Olomouc Chess Summer í Tékklandi. Annars erum við með landsliðsæfingar og svo vinn ég heima. 

Hver er að þínu mati frægasti Georgíumaður fyrr og síðar?

Giska á Stalín.

Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?

Á öll mótin síðan 1994. Semsagt á 12.  Þrettánda núna. Kannski mæta jólasveinarnir þangað?

Verður Liverpool loks enskur meistari næsta vor?

Alveg sama um fótbolta! 🙂

Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu?

Þeir sem tefla best!

Uppáhalds sjónvarpsþáttur?

Hmm, er með sjónvarp en ótengt. Uppáhaldsmyndin á sjónvarpsskjánum er spegilmyndin af börnunum mínum brosandi.

Minnistæðasta augnablik á Ólympíuskákmóti

Spennan fyrir fyrsta leikinn.

Hverjum spáir þú sigri í forsetakosningum FIDE?

Sá sem mótar flesta.

Við hvaða haf liggur Batumi.

Svartahaf.

Minnistæðasta skák á Ólympíuskákmóti?

Ef ég skoða skákir hjá mér þá er baráttan á móti Baciu mér ógleymanleg.

Með hverjum þremur (lífs eða liðnum) myndir þú vilja eiga kvöldmáltíð með og af hverju?

Þegar ég hef börnin þrjú þarf ég ekki að veiða vatn úr dularfullum lindum. 😉

 

- Auglýsing -