Ólympíuskákmótið verður sett í Búdapest 10. september nk. og stendur til 22. september. Ísland sendir tvö lið til keppni og fram að móti kynnum við einn fulltrúa á dag. Nú kynnum við til leiks Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur. Halla er yngsti keppandi sem teflt hefur fyrir Íslands hönd í kvennaflokki en hún var aðeins 15 ára í Dresden 2008.
Nafn
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
Kasparov eða Carlsen?
Carlsen
Félag
TG
Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir Ólympíumótið nú?
Fókus þetta sumarið á vellíðan og vera vel upplögð, með fjallgöngum og zumba tímum. Byrjanaundirbúningur með klassísku sniði, að tryggja sem fæst göt og hafa eitthvað nýtt tilbúið þegar kemur að mótinu. Ásamt landsliðsæfingum, og æfingum með öðrum liðsmönnum.
Hvaða Ungverjar hafa teflt heimsmeistaraeinvígi í skák?
Hmmm… er nú betri i landafræðispurningum frekar en skáksöguspurningum. Polgar systir/ur?
Hvað lið verður í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni á eftir Man. City?
Ekki KR.
Hvaða Ungverji var upphafsmaður Búdapest-afbrigðisins í lok 19. aldar? Manstu eftir einhverjum Íslendingum sem hafa teflt það í gegnum tíðina?
Pass.
Bókin á náttborðinu?
Kannski ekki fallegasti titillinn, en er að lesa Karlar sem hata konur.
Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?
Fór fyrst í Dresden 2008 og hef sleppt einu síðan þá. Ætti því að vera 7. Ólympíumótið mitt sýnist mér
Hvað er það síðasta sem þú horfðir á Netflix (eða annarri sjónvarpsveitu)?
Love is blind UK. Háklassaefni 🙂
Hefurðu teflt á First Saturday-móti – eða öðru móti í Ungverjalandi?
Nei
Hvernig finnst þér ungverks gúllassúpa?
Frábær!
Hvaða Íslendingur tapaði fyrir tveimur Polgar-systranna á Reykjavíkurskákmótinu 1988?
Ekki grænan. Jóhann Hjartar?
Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu í opnum og kvennaflokki?
Kínverjar í kvenna, og Indverjar í opna flokknum.
Donald eða Kamala?
Kamala allan daginn.
Besta skák sem þú hefur teflt á Ólympíuskákmóti eða annarri liðakeppni
Set með eina minnisstæða, úr seinustu umferð á móti Sviss (Thorsteinsdottir – Stoeri) á síðasta Ólympíumóti þar sem við kepptum á móti konum sem ég þekki vel eftir að hafa verið búsett þar í mörg ár. Tefldi hvasst afbrigði í ítalska í fyrsta sinn í 15 ár og fékk ömurlega stöðu. En var ekki á því að gefast upp, og því minni tími á klukkunni því betur tefldi ég en tók vel á taugarnar.
Ding eða Gukesh?
Helst hvorugur. En krossa putta að Ding finni sig og komi til baka, maður finnur til með hvernig hefur gengið hjá honum í ár.
Sterkasti skákmaður, lífs eða liðinn, af ungverskum ættum? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!
Leko?
Helsta fyrirmynd í skák og af hverju?
Ætli það verði ekki að vera Helgi Ólafs, sem hefur dyggilega stutt við mína kynslóð (og margar aðrar)
Við höldum svo áfram að kynna Ólympíufarinn – einn á dag!
- GM Vignir Vatnar Stefánsson – opinn flokkur
- GM Guðmundur Kjartansson – opinn flokkur
- GM Hannes Hlífar Stefánsson – opinn flokkur
- GM Helgi Áss Grétarsson – opinn flokkur
- IM Hilmir Freyr Heimisson – opinn flokkur
- GM/FST Helgi Ólafsson – liðsstjóri
- WIM Olga Prudnykova – kvennaflokkur
- WGM Lenka Ptácníková – kvennaflokkur
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – kvennaflokkur
- WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir – kvennaflokkur
- Iðunn Helgadóttir – kvennaflokkur
- FM/FT Ingvar Þór Jóhannesson – liðsstjóri
- IA/FM Róbert Lagerman – skákstjóri
- Gunnar Björnsson – FIDE-dindill