Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, sem teflir með kvennaliðinu á Ólympíuskákmótinu, er nú kynnt til leiks!
Hve gamall/gömul lærðir þú mannganginn?
Ég var 4 ára gömul
Þín helsta fyrirmynd í skák?
Mikael Tal og Susan Polgar
Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir Ólympíumótið nú?
Ég hef verið að hitta Björn Ívar og Hjörvar til þess að laga og bæta byrjanir og svo hef ég reynt að tefla eins mikið og ég get
Hver er að þínu mati frægasti Georgíumaður fyrr og síðar? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!
Ef ég bara myndi eftir einhverjum
Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?
Þetta verður fjórða skiptið
Verður Liverpool loks enskur meistari næsta vor?
Mun aldrei gerast Gunnar, aldrei. [Aths. ritstjóra. Kjaftæði!]
Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu?
Kína
Uppáhalds sjónvarpsþáttur?
Enginn sérstakur en þessa dagana hef ég verið að horfa á Blacklist
Minnistæðasta augnablik á Ólympíuskákmóti.
Flugið til Síberíu var frekar magnað
Hverjum spáir þú sigri í forsetakosningum FIDE?
Arkady Dvorkovich
Við hvaða haf liggur Batumi. Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!
Svartahafið
Minnistæðasta skák á Ólympíuskákmóti?
Johannsdottir – Chierici, M 2010 í Khanty var frekar skemmtileg
Með hverjum þremur (lífs eða liðnum) myndir þú vilja eiga kvöldmáltíð með og af hverju?
David Attenborough
Leonardo da vinci
Elísabet Englandsdrottning – getur ekki verið leiðinlegt kvöld